Spenntir fyrir bardaga Gunnars: „Þetta er bardagi sem Gunnar á að vinna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2016 10:45 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember í Belfast þegar hann berst gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim. Gunnar barðist síðast gegn Albert Tumenov í Rotterdam í maí og vann sannfærandi sigur í annarri lotu. Dong Hyun Kim er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni, tveimur sætum fyrir ofan Gunnar, en sigur hjá Gunnari í Belfast yrði frekar stór fyrir íslenska bardagakappann. Suður-Kóreumaðurinn er öflugur andstæðingur sem hefur aðeins tapað þrisvar sinnum í 25 bardögum á ferlinum og unnið tólf af 16 bardögum sínum í UFC: Bardagi þeirra tveggja var tekinn fyrir í þættinum 5 Rounds á Fight Network þar sem hann var einn þeirra bardaga sem er ekki að fá alveg nógu mikla athygli en er engu að síður mjög spennandi. Robin Black, sérfræðingur Fight Network, segist mjög spenntur fyrir þessum bardaga og spáir Gunnari sigri ef hann berst eins og Gunnar Nelson gerir best. „Ef Gunnar Nelson verður upp á sitt besta gegn Dong og hann verður algjörlega einbeittur mun hann vinna þennan bardaga. Gunnar mun vinna því það er ekki hægt að taka hann með krafti og ofstopa,“ segir Black. „Það er ekki hægt að fara á kraftinum í gegnum Gunnar og það hjálpar honum. Hann notar þessa gömlu góðu tækni þar sem hann beitir krafti mótherjans gegn honum. Ef hann verður upp á sitt besta mun hann vinna en ef ekki verður Dong að sýna þolinmæði,“ segir Robin Black. Í spilaranum hér að ofan má sjá Robin Black fara ítarlega yfir bardaga Gunnars og Dong. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember. 26. september 2016 17:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember í Belfast þegar hann berst gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim. Gunnar barðist síðast gegn Albert Tumenov í Rotterdam í maí og vann sannfærandi sigur í annarri lotu. Dong Hyun Kim er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni, tveimur sætum fyrir ofan Gunnar, en sigur hjá Gunnari í Belfast yrði frekar stór fyrir íslenska bardagakappann. Suður-Kóreumaðurinn er öflugur andstæðingur sem hefur aðeins tapað þrisvar sinnum í 25 bardögum á ferlinum og unnið tólf af 16 bardögum sínum í UFC: Bardagi þeirra tveggja var tekinn fyrir í þættinum 5 Rounds á Fight Network þar sem hann var einn þeirra bardaga sem er ekki að fá alveg nógu mikla athygli en er engu að síður mjög spennandi. Robin Black, sérfræðingur Fight Network, segist mjög spenntur fyrir þessum bardaga og spáir Gunnari sigri ef hann berst eins og Gunnar Nelson gerir best. „Ef Gunnar Nelson verður upp á sitt besta gegn Dong og hann verður algjörlega einbeittur mun hann vinna þennan bardaga. Gunnar mun vinna því það er ekki hægt að taka hann með krafti og ofstopa,“ segir Black. „Það er ekki hægt að fara á kraftinum í gegnum Gunnar og það hjálpar honum. Hann notar þessa gömlu góðu tækni þar sem hann beitir krafti mótherjans gegn honum. Ef hann verður upp á sitt besta mun hann vinna en ef ekki verður Dong að sýna þolinmæði,“ segir Robin Black. Í spilaranum hér að ofan má sjá Robin Black fara ítarlega yfir bardaga Gunnars og Dong.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember. 26. september 2016 17:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30
Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember. 26. september 2016 17:30