Lausnir eða lýðskrum í lífeyrismálum Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 19. október 2016 00:00 Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun