Kári skoraði í mikilvægum sigri Malmö Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 14:57 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF sem vann afar mikilvægan sigur gegn Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn í dag var Malmö með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Norrköping sat í 2.sæti. Norrköping eru núverandi sænskir meistarar en Arnór Ingvi Traustason lék með þeim áður en hann gekk til liðs við Rapid Vín í sumar. Malmö var sterkari aðilinn í leiknum í dag en Norrköping voru einnig hættulegir. Kári Árnason skoraði fyrsta mark leiksins á 29.mínútu með góðum skalla. Kári virðist vera í hörkuformi þessa dagana því hann skoraði í landsleiknum gegn Finnum á dögunum auk þess að leggja upp mark gegn Tyrkjum fyrir viku síðan. Norrköping tókst að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Nicklas Bärkroth. Leikurinn var svo í járnum þar til Alexander Jeremejeff skoraði sigurmark Malmö á 69.mínútu leiksins þegar hann skoraði með öxlinni af stuttu færi. Með sigrinum eykur Malmö forystu sína í deildinni í sjö stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Haukur Heiðar Hauksson kom inn á á 62.mínútu þegar lið hans AIK lagði Östersund 2-0. Haukur náði sér í gult spjald í nokkuð þægilegum sigri AIK sem jafnaði þar með Norrköping að stigum og skaust upp í 2.sætið í sænsku deildinni. Hjörtur Logi Valgarðsson var ekki í leikmannahópi Örebro sem lagði Kalmar 2-1. Hjörtur Logi hefur átt við meiðsli að stríða og óvíst hvort hann leiki meira með Örebro á tímabilinu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF sem vann afar mikilvægan sigur gegn Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn í dag var Malmö með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Norrköping sat í 2.sæti. Norrköping eru núverandi sænskir meistarar en Arnór Ingvi Traustason lék með þeim áður en hann gekk til liðs við Rapid Vín í sumar. Malmö var sterkari aðilinn í leiknum í dag en Norrköping voru einnig hættulegir. Kári Árnason skoraði fyrsta mark leiksins á 29.mínútu með góðum skalla. Kári virðist vera í hörkuformi þessa dagana því hann skoraði í landsleiknum gegn Finnum á dögunum auk þess að leggja upp mark gegn Tyrkjum fyrir viku síðan. Norrköping tókst að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Nicklas Bärkroth. Leikurinn var svo í járnum þar til Alexander Jeremejeff skoraði sigurmark Malmö á 69.mínútu leiksins þegar hann skoraði með öxlinni af stuttu færi. Með sigrinum eykur Malmö forystu sína í deildinni í sjö stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Haukur Heiðar Hauksson kom inn á á 62.mínútu þegar lið hans AIK lagði Östersund 2-0. Haukur náði sér í gult spjald í nokkuð þægilegum sigri AIK sem jafnaði þar með Norrköping að stigum og skaust upp í 2.sætið í sænsku deildinni. Hjörtur Logi Valgarðsson var ekki í leikmannahópi Örebro sem lagði Kalmar 2-1. Hjörtur Logi hefur átt við meiðsli að stríða og óvíst hvort hann leiki meira með Örebro á tímabilinu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira