Ancelotti ósáttur og ætlar að breyta til Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 11:00 Carlo Ancelotti var ósáttur með sína menn eftir leikinn gegn Frankfurt. Vísir/Getty Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína. Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira