Mark Webber hættur þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 15:10 Mark Webber hefur ekið fyrir Porsche að undanförnu í þolakstursmótaröðinni. Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent