„Maðurinn er heilabilaður!“ Ívar Halldórsson skrifar 24. október 2016 18:17 Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri orðið „heilabilaður“ notað til að lýsa ástandi einstaklings sem þjáist af einhverri tegund heilaskaða eða heilasjúkdómi. „Maðurinn er heilabilaður“, heyrði ég fréttamann segja í sjónvarpsfréttatíma um daginn, á meðan myndband af manneskju með alvarlegan heilasjúkdóm var látið rúlla á skjánum. Heilabilaður!? Er ekki til nærgætnara og faglegra orð í okkar ágæta orðasafni en þetta; fyrir persónu sem glímir við alvarlegan heilasjúkdóm. "Maðurinn er heilabilaður", er fullyrðing sem maður býst frekar við að heyra frá einhverjum sem kýs að tala niðrandi um náunga sinn, en ekki frá fréttamanni sem er að fjalla faglega um viðkvæma og persónulega frétt í opinberum fjölmiðli. Ég fann alla vega til með aðstandendum þegar orðið var óspart notað í fréttatímanum. Mér fannst upplifunin óþægileg. Bílar og rafmagnstannburstar bila. „Bíllinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á verkstæði“, hljómar eðlilegra en: „Maðurinn minn bilaði og ég þurfti að fara með hann á spítala.“ Ekki held ég að læknar spyrji sjúklinga sína hvort þeir séu eitthvað bilaðir. Þeir spyrja kannski hvort þeir séu eitthvað lasnir eða eitthvað meiddir - en ekki bilaðir. Ekki hef ég heyrt fólk segja að manneskja sé hjartabiluð, nýrnabiluð eða ristilsbiluð. Manneskja er með hjartasjúkdóm, ristilssjúkdóm eða nýrnasjúkdóm. Væri þá ekki faglegra, fallegra og einfaldlega eðlilegra að segja að manneskja sé með heilasjúkdóm? Auðvitað er talað um hjartabilun, nýrnabilun og bilun á ýmsum líffærum; þótt mér finnst það reyndar alltaf pínu skrýtið. En það er þó annað finnst mér að tala um bilun á líffæri, en bilun á persónu. Að segja að einhver maður sé heilabilaður finnst mér meira niðurlægjandi, en að segja að heili viðkomandi sé skaðaður vegna sjúkdóms. Þá finnst mér mun óheppilegra að tala um bilaðan heila en bilað hjarta eða bilað nýra. Heilinn tengist gáfum og rökhyggju á meðan önnur líffæri tengjast ekki slíku á sama hátt. Bilun í heila vísar í huga margra ósjálfrátt til skorts á gáfum eða lítillar skynsemi, og er þá þessi orðasamsetning notuð til að gefa til kynna að einhver sé heimskur eða vitlaus. Mér leið alla vega illa og fann ég þarna ósjálfrátt til með fjölskyldu mannsins, þegar fréttaþulurinn sagði manninn fyrir framan myndavélina heilabilaðan í fréttatímanum. Enda ljóst að fjöldi annara og betri orða-leiða stendur til boða, þegar lýsa þarf slæmu líkamlegu ástandi á mannúðlegan máta. Mér finnst að við gætum öll sýnt meiri nærgætni þegar við tölum um fólk sem glímir við alvarlega heilasjúkdóma. Það skiptir fjölskyldur þessara einstaklinga gríðarlega miklu máli að ástvinir þeirra haldi verðskuldaðri reisn opinberlega þótt verið sé að ræða erfitt og óheppilegt ástand þeirra. Að sýna nærgætni og skilning með því að velja orðin vel í viðkvæmum aðstæðum, er að mínu mati heila málið.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun