Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 13:07 Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Vísir/Getty Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent