Vill miðla persónulegum tilfinningum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2016 16:00 Jónas Sen og Sigga Soffía vinna aftur saman. vísir Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært Íslendingum stór verk á borð við flugeldasýningar á Menningarnótt og opnunarsviðsverk Listahátíðar Reykjavíkur, Svartar Fjaðrir, sem var á dagskrá í Þjóðleikhúsinu. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá mörgum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin misseri. Í ár er komið að verkinu FUBAR sem listamaðurinn skapaði til að miðla persónulegum tilfinningum og upplifun í sólódansverki sem í Gamla Bíói. Sýningin samanstendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu ásamt lifandi tónlist eftir Jónas Sen. Sigga Soffía og Jónas hafa áður innið saman og meðal annars í verkinu Svartar Fjaðrir. Sex sýningar verða í boði og verður ein þeirra í Iceland Airwaves hátíðinni 2. nóvember. Eftir hverja sýningu verður boðið upp á listamannaspjall frá aðilum úr mismunandi list tengdum greinum ásamt lifandi tónlist. 27. október - Kristína Aðalsteinsdóttir, myndlistamaður/safnafræðingur & verkefnastjóri KÍM og Berg Contemporary. 30. október - Bryndis Bjorgvinsdottir, rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. 9. nóvember - Barði Jóhannsson, tónlistarmaður 13. nóvember - Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari. 20. nóvember - Stefán Jónsson, leikari, leikstjóri og prófessor við Listaháskóla Íslands. FUBAR from Ratel on Vimeo. Airwaves Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært Íslendingum stór verk á borð við flugeldasýningar á Menningarnótt og opnunarsviðsverk Listahátíðar Reykjavíkur, Svartar Fjaðrir, sem var á dagskrá í Þjóðleikhúsinu. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá mörgum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin misseri. Í ár er komið að verkinu FUBAR sem listamaðurinn skapaði til að miðla persónulegum tilfinningum og upplifun í sólódansverki sem í Gamla Bíói. Sýningin samanstendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu ásamt lifandi tónlist eftir Jónas Sen. Sigga Soffía og Jónas hafa áður innið saman og meðal annars í verkinu Svartar Fjaðrir. Sex sýningar verða í boði og verður ein þeirra í Iceland Airwaves hátíðinni 2. nóvember. Eftir hverja sýningu verður boðið upp á listamannaspjall frá aðilum úr mismunandi list tengdum greinum ásamt lifandi tónlist. 27. október - Kristína Aðalsteinsdóttir, myndlistamaður/safnafræðingur & verkefnastjóri KÍM og Berg Contemporary. 30. október - Bryndis Bjorgvinsdottir, rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. 9. nóvember - Barði Jóhannsson, tónlistarmaður 13. nóvember - Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari. 20. nóvember - Stefán Jónsson, leikari, leikstjóri og prófessor við Listaháskóla Íslands. FUBAR from Ratel on Vimeo.
Airwaves Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira