Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 14:22 Myndin sem Ólafur tók og hefur vakið mikla athygli og valdið usla í kommentakerfum. mynd/ólafur gestsson/scanpix Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur. Flóttamenn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur.
Flóttamenn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“