Sparkspekingur í Noregi segir Lars of leiðinlegan fyrir norska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Lars náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 2012-16. vísir/epa Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira