Kúrekarnir unnu spennutrylli í Pittsburgh | Patriots tapaði á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 08:30 Ezekiel Elliott, vil vinstri, fagnar eftir leikinn í nótt. vísir/getty Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni. NFL Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira
Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Sjá meira