Fjögur núll sigrar hjá Spánverjum og Ítölum | Ísraelar unnu fáliðaða Albani Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2016 22:00 Spánverjar eru á toppi G-riðils með markatöluna 15-1. Vísir/Epa Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Makedóníu að velli í undankeppni HM 2018 í kvöld. Lokatölur 4-0, spænska liðinu í vil. Spánn er búið að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í G-riðli og gera eitt jafntefli. Markatalan er 15-1. Vitolo, Nacho Monreal og Artiz Aduriz skoruðu mörk Spánverja í leiknum í kvöld auk þess sem Darko Velkovski, leikmaður Makedóníu, skoraði sjálfsmark. Spánverjar eru með tíu stig á toppi G-riðils líkt og Ítalir sem unnu einnig 4-0 sigur á Liechtenstein á útivelli. Öll fjögur mörk ítalska liðsins komu í fyrri hálfleik. Andrea Belotti, leikmaður Torino, skoraði tvö þeirra og þeir Ciro Immobile og Antonio Candreva sitt markið hvor. Ísrael hefur einnig farið vel af stað í G-riðli en ísraelska liðið vann 0-3 sigur á því albanska í kvöld. Ísraelar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum og í bæði skiptin var leikmaður Albaníu rekinn af velli. Eran Zahavi kom Ísrael yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að Berat Djimsiti gerðist brotlegur innan vítateigs. Zahavi fór aftur á punktinn á 58. mínútu en Alban Hoxha varði frá honum. Hoxha var nýkominn inn á eftir að Etrit Berisha lét reka sig út af. Níu leikmenn Albana áttu ekki mikla möguleika og Dan Einbinder og Eliran Atar bættu við mörkum áður en yfir lauk. Ísrael er með níu stig í 3. sæti riðilsins, þremur stigum á undan Albaníu sem er í því fjórða. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Makedóníu að velli í undankeppni HM 2018 í kvöld. Lokatölur 4-0, spænska liðinu í vil. Spánn er búið að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í G-riðli og gera eitt jafntefli. Markatalan er 15-1. Vitolo, Nacho Monreal og Artiz Aduriz skoruðu mörk Spánverja í leiknum í kvöld auk þess sem Darko Velkovski, leikmaður Makedóníu, skoraði sjálfsmark. Spánverjar eru með tíu stig á toppi G-riðils líkt og Ítalir sem unnu einnig 4-0 sigur á Liechtenstein á útivelli. Öll fjögur mörk ítalska liðsins komu í fyrri hálfleik. Andrea Belotti, leikmaður Torino, skoraði tvö þeirra og þeir Ciro Immobile og Antonio Candreva sitt markið hvor. Ísrael hefur einnig farið vel af stað í G-riðli en ísraelska liðið vann 0-3 sigur á því albanska í kvöld. Ísraelar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum og í bæði skiptin var leikmaður Albaníu rekinn af velli. Eran Zahavi kom Ísrael yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu eftir að Berat Djimsiti gerðist brotlegur innan vítateigs. Zahavi fór aftur á punktinn á 58. mínútu en Alban Hoxha varði frá honum. Hoxha var nýkominn inn á eftir að Etrit Berisha lét reka sig út af. Níu leikmenn Albana áttu ekki mikla möguleika og Dan Einbinder og Eliran Atar bættu við mörkum áður en yfir lauk. Ísrael er með níu stig í 3. sæti riðilsins, þremur stigum á undan Albaníu sem er í því fjórða.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira