Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 11:35 Guðmundur Karl er kominn úr gulu og í hvítt. Vísir Guðmundur Karl Guðmundsson, miðjumaður sem spilað hefur með Fjölni síðustu ár, gerði í morgun tveggja ára samning við FH. Guðmundur Karl er 25 ára og úr Þorlákshöfn en hefur spilað með Fjölni allan sinn meistaraflokksferil. Þetta er annað árið í röð sem FH-ingar næla sér í fyrirliða Fjölnis en á sama tíma í fyrra gekk miðvörðurinn Bergsveinn Ólafsson í raðir Íslandsmeistaranna. Sjá einnig: Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH „Tilfinningin að spila fyrir annað lið en Fjölni er mjög skrýtin,“ sagði Guðmundur Karl við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, í morgun. „En hún er jafnframt mjög góð. Um leið og FH kom til sögunnar fannst mér þetta mjög spennandi kostur og ég ákvað að stökkva á tækifærið.“ Hann segist hafa nýlega hafnað samningstilboði frá Fjölni og ákveðið að kanna aðra kosti. „Þá kom FH til sögunnar og hlutirnir gerðust mjög hratt eftir það. Þetta var komið gott hjá Fjölni fannst mér. Síðustu 2-3 tímabil finnst mér að ég hafi átt þó nokkuð inni,“ segir hann.Guðmundur Karl og Vignir ásamt Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, í morgun.vísir/tom„FH færir mér góðan og nýja áskorun. Mér finnst að þetta tækifæri geti komið mér aftur á þann stall sem mér finnst að ég eigi heima á.“ Hann segist gera sér fulla grein fyrir því að hann þurfi að berjast fyrir mínútum í jafn sterku liði og FH. „Ég fæ ekki að spila nema að ég sé nógu góður og er það undir mér komið að sanna mig hér. Ég ætla mér að gera það.“ Hann segist reikna með að fá tækifæri á miðjunni eða úti á kanti, en að einnig komi til greina að spila sem bakvörður. Þá fagni hann því að spila aftur með Bergsveini, sem og Emil Pálssyni sem var lánaður til Fjölnis í hálft tímabil í fyrra. „Það er geggjað. Ég hef saknað Begga úr klefanum og af æfingum. Líka Emils. Það verður mjög skemmtilegt að hitta þá aftur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Karl Guðmundsson, miðjumaður sem spilað hefur með Fjölni síðustu ár, gerði í morgun tveggja ára samning við FH. Guðmundur Karl er 25 ára og úr Þorlákshöfn en hefur spilað með Fjölni allan sinn meistaraflokksferil. Þetta er annað árið í röð sem FH-ingar næla sér í fyrirliða Fjölnis en á sama tíma í fyrra gekk miðvörðurinn Bergsveinn Ólafsson í raðir Íslandsmeistaranna. Sjá einnig: Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH „Tilfinningin að spila fyrir annað lið en Fjölni er mjög skrýtin,“ sagði Guðmundur Karl við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, í morgun. „En hún er jafnframt mjög góð. Um leið og FH kom til sögunnar fannst mér þetta mjög spennandi kostur og ég ákvað að stökkva á tækifærið.“ Hann segist hafa nýlega hafnað samningstilboði frá Fjölni og ákveðið að kanna aðra kosti. „Þá kom FH til sögunnar og hlutirnir gerðust mjög hratt eftir það. Þetta var komið gott hjá Fjölni fannst mér. Síðustu 2-3 tímabil finnst mér að ég hafi átt þó nokkuð inni,“ segir hann.Guðmundur Karl og Vignir ásamt Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, í morgun.vísir/tom„FH færir mér góðan og nýja áskorun. Mér finnst að þetta tækifæri geti komið mér aftur á þann stall sem mér finnst að ég eigi heima á.“ Hann segist gera sér fulla grein fyrir því að hann þurfi að berjast fyrir mínútum í jafn sterku liði og FH. „Ég fæ ekki að spila nema að ég sé nógu góður og er það undir mér komið að sanna mig hér. Ég ætla mér að gera það.“ Hann segist reikna með að fá tækifæri á miðjunni eða úti á kanti, en að einnig komi til greina að spila sem bakvörður. Þá fagni hann því að spila aftur með Bergsveini, sem og Emil Pálssyni sem var lánaður til Fjölnis í hálft tímabil í fyrra. „Það er geggjað. Ég hef saknað Begga úr klefanum og af æfingum. Líka Emils. Það verður mjög skemmtilegt að hitta þá aftur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00