Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2016 11:32 Mótmælendur á Austurvelli köstuðu eggjum á Alþingishúsið eftir birtingu Panamaskjalanna í apríl. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir. Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir.
Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira