Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:43 Jón H. B. Snorrason segir þetta mjóa línu, milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Pétur á Sögu er einn þeirra sem fengið hefur ákæru á hendur sér vegna meintrar hatursorðræðu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“ Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“
Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?