Fjórir íslenskir sigrar á Evrópumótinu í MMA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 17:32 Magnús er kominn áfram. mynd/facebook-síða mjölnis Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis MMA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis
MMA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira