Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 15:30 Þó svo Cyborg hafi verið veikburða þá gat hún fagnað sigri í annarri lotu. Hún hafði þó ekki orku í viðtöl. vísir/getty Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“ MMA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Sjá meira
Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“
MMA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Sjá meira