Ég er tilbúin Berglind Pétursdóttir skrifar 5. desember 2016 09:45 Það er ekki vika liðin af desember en ég læt það ekki stöðva mig. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég er vægast sagt við það að tryllast. Jólatréð er komið upp í stofunni og ég er að gæla við að falda einhverjar sætar jólagardínur og skella þeim upp í vikunni. Jólagjafainnkaupin voru kláruð á netinu eina niðdimma nóvembernótt og ég bíð þess nú að pósturinn negli þeim inn um dyrnar svo ég geti pakkað þeim inn, drukkið kakó og hlustað á Þú komst með jólin til mín þúsund sinnum í röð. Þetta er frekar óvenjuleg hegðun af minni hálfu, er venjulega týpan sem gleðst svosem yfir jólabjór en fussar yfir jólalögunum á Bylgjunni og hendir jólatrénu í sturtu rétt um fimmleytið á aðfangadag. Ég er bara svo ótrúlega tilbúin í einhverja fáránlega glaðlega stemningu akkúrat núna. Ekki fleiri Brúnegg, ekki meiri pólitík. Það er bara hreinlega ekki í boði að röfla um stjórnarmyndunarumboð meðan maður biður félagana að þrýsta fingrinum létt á borðann þar sem slaufur eru hnýttar utan um persónulegar gjafir til ættingja og vina. Það gengur bara ekki upp. Einu umræðurnar sem ég mun taka þátt í næstu vikurnar snúa að sörubakstri og hvort það eigi að vera kaffi í kreminu. Ég hvet lesendur til að fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér í jólagleðinni í ár. Verum létt. Bindið mig niður með jólaseríu. Rúllið mér inn í glanspappír. Festið á mig sogskálarnar sem eiga að festa seríurnar í gluggana en losna alltaf af glerinu. Keyrið mig í kóka-kóla lest á næstu Siggu Beinteins tónleika. Jólin mega koma. Komið, jól, og takið mig. Ég er reiðubúin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Það er ekki vika liðin af desember en ég læt það ekki stöðva mig. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég er vægast sagt við það að tryllast. Jólatréð er komið upp í stofunni og ég er að gæla við að falda einhverjar sætar jólagardínur og skella þeim upp í vikunni. Jólagjafainnkaupin voru kláruð á netinu eina niðdimma nóvembernótt og ég bíð þess nú að pósturinn negli þeim inn um dyrnar svo ég geti pakkað þeim inn, drukkið kakó og hlustað á Þú komst með jólin til mín þúsund sinnum í röð. Þetta er frekar óvenjuleg hegðun af minni hálfu, er venjulega týpan sem gleðst svosem yfir jólabjór en fussar yfir jólalögunum á Bylgjunni og hendir jólatrénu í sturtu rétt um fimmleytið á aðfangadag. Ég er bara svo ótrúlega tilbúin í einhverja fáránlega glaðlega stemningu akkúrat núna. Ekki fleiri Brúnegg, ekki meiri pólitík. Það er bara hreinlega ekki í boði að röfla um stjórnarmyndunarumboð meðan maður biður félagana að þrýsta fingrinum létt á borðann þar sem slaufur eru hnýttar utan um persónulegar gjafir til ættingja og vina. Það gengur bara ekki upp. Einu umræðurnar sem ég mun taka þátt í næstu vikurnar snúa að sörubakstri og hvort það eigi að vera kaffi í kreminu. Ég hvet lesendur til að fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér í jólagleðinni í ár. Verum létt. Bindið mig niður með jólaseríu. Rúllið mér inn í glanspappír. Festið á mig sogskálarnar sem eiga að festa seríurnar í gluggana en losna alltaf af glerinu. Keyrið mig í kóka-kóla lest á næstu Siggu Beinteins tónleika. Jólin mega koma. Komið, jól, og takið mig. Ég er reiðubúin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun