Guðni með í gríninu sem allir eru að hneykslast á Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2016 14:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, telur að fólk sé að gera veður úr engu enda hafi forsetinn verið með í ráðum. Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“ Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“
Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58
Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06