Borgar sig að fara í háskóla? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar