Guðni staðfestir framboð til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 11:07 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Eftir nokkra íhugun og hvatningu fjölda fólks, innan sem utan knattspyrnuhreyfingarinnar, hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns KSÍ á næsta ársþingi þess. Svo segir í yfirlýsingu frá Guðna Bergssyni, fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og landsliðsmanni. Ljóst er að formannsslagur verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar þar sem Geir Þorsteinsson, formaður síðan árið 2007, hyggst sömuleiðis bjóða sig fram. Stefnir í mest spennandi formannsslag í sambandinu í manna minnum. Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar einnig framboð til formanns.Tilkynningu Guðna má sjá í heild hér að neðan.Ég tel að tímabært sé að koma á nauðsynlegum breytingum á forystu knattspyrnusambandsins en núverandi formaður hefur verið framkvæmdastjóri og formaður sambandsins síðastliðin 20 ár. Með endurnýjun koma nýir kraftar og ferskir vindar sem eru félagasamtökum eins og KSÍ bæði nauðsynlegir og hollir. Framboð mitt mótast af þeirri trú að ég geti skilað góðu starfi fyrir íþróttina sem hefur gefið mér svo margt og mótað mitt líf. Bakgrunnur minn sem áhugamaður með Val í knattspyrnu, atvinnumaður, landsliðsmaður, fyrirliði, lögmaður og foreldri barna í knattspyrnu tel ég vera mjög gott veganesti. Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnufélagið Val og verið einn af forsvarsmönnum Knattspyrnuakademíu Íslands. Þessi víðtæki bakgrunnur hefur aflað mér dýrmætrar reynslu og víðtækrar og glöggrar innsýnar sem ég tel að muni nýtast mér til að veita íslenskri knattspyrnu öfluga forystu. Verkefnin eru ærin: • Ég vil leiða kröftugt starf KSÍ með virkri umræðu um leiðir til þess að bæta knattspyrnuna í landinu. • Starfið í grasrótinni, hjá félögunum sjálfum um allt land, er hinn eiginlegi grunnur velgengni íslenskrar knattspyrnu. Í því sambandi er menntun þjálfara og fræðsla mér hugleikin sem og öflugt yngri flokka starf almennt. • Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að starfinu á landsbyggðinni, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og þeim kostnaði sem leggst á félög vegna ferðalaga. • Það þarf að efla markaðsstarf fyrir deildirnar og fjölga áhorfendum. • Kvennaknattspyrna er í mikilli sókn og næsta sumar tekur landsliðið þátt í EM í Hollandi. Ég vil sjá KSÍ styðja við stelpurnar okkar af metnaði og einlægum áhuga til að bæta kvennafótboltann enn frekar. • Við getum bætt unglingaþjálfunina og styrkt umgjörð unglingalandsliðanna. • Við viljum halda okkar landsliðum meðal þeirra bestu og og styrkja enn frekar þau faglegu vinnubrögð sem skiluðu karlalandsliði okkar í fremstu röð. • Þörf er á nýjum leikvangi í Laugardal og við þurfum að gæta vel hagsmuna okkar á alþjóðavettvangi. Fyrst og síðast vil ég skila góðu starfi í þágu fótboltans. Það yrði verðugt og spennandi að takast á við það verkefni sem formaður KSÍ. Starfið innan hreyfingarinnar er öflugt en það er alltaf hægt að gera betur og stefna hærra.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira