Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Ritstjórn skrifar 14. desember 2016 09:15 Mary-Kate og Ashley eru taldar vera með öfundsvert hár. Mynd/Getty Olsen tvíburarnir Mary-Kate og Ashley eru einar af stærstu tískufyrirmyndum heimsins. Hárið þeirra hefur oft verið í umræðunni en þær ná alltaf að vera með afslappað og flott hár, sama hvar þær eru. Mark Townsend er hárgreiðslumeistari systranna og hann hefur leyst frá skjóðunni um hvernig hægt er að ná eins hári og þær. Vissulega er vert að taka fram að þetta fer alltsaman eftir hvernig hár hver og einn er með. 1. Ekki nota of mikið af aukahlutum Systurnar hafa sett reglu: ekki meira en fimm hárspennur að hverju sinni. Ef að hárið á að líta út fyrir að vera afslappað þá á ekki að spenna það of mikið upp. 2. Þurrsjampó og hárolía eru þínir bestu vinir Þurrsjampóið er notað fyrir áferðina en olían er sett í lokin til þess að vernda hárið fyrir slitum og öðru. 3. Leggðu hárblásarann á hilluna Olsen tvíburarnir nota aldrei hárblásara. Þetta snýst allt um að leyfa hárinu að þorna að sjálfu sér. Þær hafa oft sjést á leiðinni í vinnuna með rennandi blautt hár sem er bara gott og blessað. 4. Haltu hárinu frá andlitinu Systurnar lærðu það ungar að aldri að hafa hárið ekki í andlitinu. Þær eru yfirleitt með það bakvið eyrun, með það uppi í hálfum snúð eða allt hárið tekið aftur í lágt tagl. Mest lesið Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour
Olsen tvíburarnir Mary-Kate og Ashley eru einar af stærstu tískufyrirmyndum heimsins. Hárið þeirra hefur oft verið í umræðunni en þær ná alltaf að vera með afslappað og flott hár, sama hvar þær eru. Mark Townsend er hárgreiðslumeistari systranna og hann hefur leyst frá skjóðunni um hvernig hægt er að ná eins hári og þær. Vissulega er vert að taka fram að þetta fer alltsaman eftir hvernig hár hver og einn er með. 1. Ekki nota of mikið af aukahlutum Systurnar hafa sett reglu: ekki meira en fimm hárspennur að hverju sinni. Ef að hárið á að líta út fyrir að vera afslappað þá á ekki að spenna það of mikið upp. 2. Þurrsjampó og hárolía eru þínir bestu vinir Þurrsjampóið er notað fyrir áferðina en olían er sett í lokin til þess að vernda hárið fyrir slitum og öðru. 3. Leggðu hárblásarann á hilluna Olsen tvíburarnir nota aldrei hárblásara. Þetta snýst allt um að leyfa hárinu að þorna að sjálfu sér. Þær hafa oft sjést á leiðinni í vinnuna með rennandi blautt hár sem er bara gott og blessað. 4. Haltu hárinu frá andlitinu Systurnar lærðu það ungar að aldri að hafa hárið ekki í andlitinu. Þær eru yfirleitt með það bakvið eyrun, með það uppi í hálfum snúð eða allt hárið tekið aftur í lágt tagl.
Mest lesið Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Heidi Klum óþekkjanleg á Halloween Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Anna Wintour og Gwyneth Paltrow búa til tímarit saman Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Lena Dunham selur fataskápinn sinn Glamour "Ég hef alltaf verið tískudrós“ Glamour