Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 10:40 Látinn uppreisnarmaður á götum Aleppo. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19
Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00