Lars Lagerbäck: Leikurinn við England sá auðveldasti á EM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 11:06 Lars Lagerbäck og Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, á hliðarlínunni í Frakklandi. Hodgson hætti með enska liðið eftir tapið gegn Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira