Jepplingar og jeppar 26,7% af bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 13:58 Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent