Allt í lagi að vera „sexy“ og stolt af því Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2016 10:15 Erna Bergmann (t.h.) sá um að stílísera myndaþáttinn á meðan Saga Sig tók myndirnar. Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna. Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna.
Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30
Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00