Gómaður við búðarhnupl og missti af stærsta leik ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 17:30 Jeremy Sprinkle. Vísir/Getty Háskólaboltaferill Jeremy Sprinkle endaði skyndilega aðeins nokkrum klukkutímum fyrir stærsta leik ársins. ESPN segir frá. Jeremy Sprinkle, sem er 22 ára gamall, spilar amerískan fótbolta og er talinn vera einn af betri leikmönnunum í sinni stöðu í bandaríska háskólaboltanum í ár. Hann er því lykilmaður í sínu liði. Sprinkle spilar sem innherji eða „Tight end“ en hann er stór og sterkur strákur eða rétt um tvo metra á hæð. Jeremy Sprinkle var staddur í Charlotte í Norður-Karólínu ásamt félögum sínum í Arkansas-skólanum að undirbúa sig fyrir leik um Belk skálina á móti Virginia Tech. Allir leikmenn liðanna fengu 450 dollara kort til að eyða í Belk-versluninni en hún er aðalstyrktaraðili leiksins. Það var hinsvegar ekki nóg fyrir Jeremy Sprinkle sem stal fullt af hlutum úr versluninni. Alls reyndi Jeremy Sprinkle að taka átta hluti ófrjálsri hendi. Meðal þeirra voru Ralph Lauren skyrta, Nike sokkar og tvö veski. Það má sjá lista yfir það sem hann reyndi að stela hér fyrir neðan. Forráðamenn Arkansas-skólans hikuðu ekki þegar þeir fréttu af þjófnaði Jeremy og settu hans umsvifalaust í bann aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn. Arkansas-liðið saknaði hans í úrslitaleiknum en liðið tapaði þá 24-35 þrátt fyrir að vera 24-0 yfir í hálfleik. Leikur liðsins hrundi í seinni hálfleiknum sem Virginia Tech liðið vann 35-0. Nú er bara spurningin hvort að þetta mál hafi áhrif á það hvort Jeremy Sprinkle komist í NFL-deildina en hann er boði fyrir NFL-liðinu í nýliðavalinu á næsta ári. Hann var talinn verða sjöundi besti innherjinn í boði á síðustu listum.Here's what Arkansas TE Jeremy Sprinkle shoplifted according to Charlotte police: pic.twitter.com/AxDK39LR5l— Mark Lane (@therealmarklane) December 29, 2016 Íþróttir NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Sjá meira
Háskólaboltaferill Jeremy Sprinkle endaði skyndilega aðeins nokkrum klukkutímum fyrir stærsta leik ársins. ESPN segir frá. Jeremy Sprinkle, sem er 22 ára gamall, spilar amerískan fótbolta og er talinn vera einn af betri leikmönnunum í sinni stöðu í bandaríska háskólaboltanum í ár. Hann er því lykilmaður í sínu liði. Sprinkle spilar sem innherji eða „Tight end“ en hann er stór og sterkur strákur eða rétt um tvo metra á hæð. Jeremy Sprinkle var staddur í Charlotte í Norður-Karólínu ásamt félögum sínum í Arkansas-skólanum að undirbúa sig fyrir leik um Belk skálina á móti Virginia Tech. Allir leikmenn liðanna fengu 450 dollara kort til að eyða í Belk-versluninni en hún er aðalstyrktaraðili leiksins. Það var hinsvegar ekki nóg fyrir Jeremy Sprinkle sem stal fullt af hlutum úr versluninni. Alls reyndi Jeremy Sprinkle að taka átta hluti ófrjálsri hendi. Meðal þeirra voru Ralph Lauren skyrta, Nike sokkar og tvö veski. Það má sjá lista yfir það sem hann reyndi að stela hér fyrir neðan. Forráðamenn Arkansas-skólans hikuðu ekki þegar þeir fréttu af þjófnaði Jeremy og settu hans umsvifalaust í bann aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn. Arkansas-liðið saknaði hans í úrslitaleiknum en liðið tapaði þá 24-35 þrátt fyrir að vera 24-0 yfir í hálfleik. Leikur liðsins hrundi í seinni hálfleiknum sem Virginia Tech liðið vann 35-0. Nú er bara spurningin hvort að þetta mál hafi áhrif á það hvort Jeremy Sprinkle komist í NFL-deildina en hann er boði fyrir NFL-liðinu í nýliðavalinu á næsta ári. Hann var talinn verða sjöundi besti innherjinn í boði á síðustu listum.Here's what Arkansas TE Jeremy Sprinkle shoplifted according to Charlotte police: pic.twitter.com/AxDK39LR5l— Mark Lane (@therealmarklane) December 29, 2016
Íþróttir NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Sjá meira