Victoria Beckham verður heiðruð af Elísabetu Bretlandsdrottningu Ritstjórn skrifar 30. desember 2016 15:00 Victoria Beckham tekst á við nýja árið með stæl. Mynd/Getty Fjölmiðlar í Bretlandi halda því fram að Victoria Beckham sé á lista yfir þá sem verða heiðraðir af drottningunni á nýársdag. Athöfnin kallast OBE í daglegu tali, eða Order of the British Empire. Sagt er að hún hafi tilkynnt fjölskyldu sinni um tilnefninguna núna um jólin. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum íhaldssömum Bretum en allir þeir sem fá tilnefningu verða að sverja þess eið að þegja yfir henni þangað til að Elísabet Bretadrottning tilkynnir hana. Drottningin hefði átt að segja frá tilnefningu Beckham á morgun. Þrátt fyrir allan ruglinginn yrði þetta afar mikill heiður fyrir Victoriu enda hefur hún unnið hörðum höndum við að byggja upp sitt eigið tískuveldi á seinustu árum. Hún hefur einnig verið örlát við ýmis góðgerðarmál í gegnum tíðina. Eiginmaður hennar, David Beckham, hlaut sama heiður árið 2003. Þá stóð Victoria við hlið hans en það má fastlega búast við því að hann muni standa við hlið hennar þegar hún hlýtur tilnefninunga um helgina. David Beckham hlaut sama heiður fyrir 13 árum síðan, árið 2003. Mest lesið Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Harry Styles gefur út sína fyrstu smáskífu Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Gerviflúrin málið í sumar Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour
Fjölmiðlar í Bretlandi halda því fram að Victoria Beckham sé á lista yfir þá sem verða heiðraðir af drottningunni á nýársdag. Athöfnin kallast OBE í daglegu tali, eða Order of the British Empire. Sagt er að hún hafi tilkynnt fjölskyldu sinni um tilnefninguna núna um jólin. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum íhaldssömum Bretum en allir þeir sem fá tilnefningu verða að sverja þess eið að þegja yfir henni þangað til að Elísabet Bretadrottning tilkynnir hana. Drottningin hefði átt að segja frá tilnefningu Beckham á morgun. Þrátt fyrir allan ruglinginn yrði þetta afar mikill heiður fyrir Victoriu enda hefur hún unnið hörðum höndum við að byggja upp sitt eigið tískuveldi á seinustu árum. Hún hefur einnig verið örlát við ýmis góðgerðarmál í gegnum tíðina. Eiginmaður hennar, David Beckham, hlaut sama heiður árið 2003. Þá stóð Victoria við hlið hans en það má fastlega búast við því að hann muni standa við hlið hennar þegar hún hlýtur tilnefninunga um helgina. David Beckham hlaut sama heiður fyrir 13 árum síðan, árið 2003.
Mest lesið Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Harry Styles gefur út sína fyrstu smáskífu Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Gerviflúrin málið í sumar Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour