„Spillingin bankar á dyrnar hjá íslenskum íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2017 19:00 Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00
Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00
Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00