Árásarmaðurinn hundeltur um alla Evrópu en finnst ekki Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. janúar 2017 07:00 Borgarstjórar stærsta stjórnarandstöðuflokks Tyrklands minntust hinna látnu með því að leggja blóm á gangstéttina fyrir utan næturklúbbinn Reina í Istanbúl. vísir/epa Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01
Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39
Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00