Í fyrsta sinn í 54 ár er Volvo ekki mest selda bílgerðin í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 16:08 Zlatan Ibrahimovic og Volvo XC70. Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent