Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2017 00:00 Tæknideild lögreglu á leið um borð í Polar Nanoq. Vísir/Anton Brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld. Þrír úr áhöfn skipsins voru handteknir fyrr í dag og í kvöld vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að skipverjarnir þrír sem voru handteknir hafa allir verið leiddir frá borði og verða færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Skipið er kyrrsett á meðan lögreglan leitar í skipinu. Rúmlega 20 eru í áhöfn skipsins en þeir sem eru ekki handteknir eru með stöðu vitnis í málinu og verður tekin vitnaskýrsla af þeim. Þeir sem eru með stöðu vitnis í áhöfn sæta ekki landgöngubanni en Grímur Grímsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að skipið geti lagt um höfn um leið og lögreglan hefur lokið leit og klárað vitnaskýrslutökur.Fyrstu tveir handteknir um hádegisbil Um hádegisbilið handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska skipinu um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Í tilkynningu kom fram að sérsveitarmennirnir hefðu farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú erkomið til hafnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir sigu niður í skipið og tóku yfir stjórn þess.Lögregla á leið með skipverja á lögreglustöð.Vísir/Anton BrinkSá þriðji handtekinn um kvöldið Um klukkan hálf níu í kvöld var þriðji maðurinn handtekinn um borð í skipinu þar sem það var á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir þrír sem handteknir voru eru allir grænlenskir og með réttarstöðu sakbornings. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu sagði rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Þeim var boðið að tjá sig um sakarefnið í skipinu en gerðu það ekki. Þeim verður úthlutað verjendur þegar þeir eru komnir í land.Má halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld vegna komu Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkVildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Um hálftíma eftir að skipið lagðist við bryggju mátti sjá einn af sérsveitarmönnunum sem sigu niður í skipið úti á hafi um hádegisbilið í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í kvöld. Þrír úr áhöfn skipsins voru handteknir fyrr í dag og í kvöld vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að skipverjarnir þrír sem voru handteknir hafa allir verið leiddir frá borði og verða færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða yfirheyrðir. Skipið er kyrrsett á meðan lögreglan leitar í skipinu. Rúmlega 20 eru í áhöfn skipsins en þeir sem eru ekki handteknir eru með stöðu vitnis í málinu og verður tekin vitnaskýrsla af þeim. Þeir sem eru með stöðu vitnis í áhöfn sæta ekki landgöngubanni en Grímur Grímsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að skipið geti lagt um höfn um leið og lögreglan hefur lokið leit og klárað vitnaskýrslutökur.Fyrstu tveir handteknir um hádegisbil Um hádegisbilið handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska skipinu um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Í tilkynningu kom fram að sérsveitarmennirnir hefðu farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú erkomið til hafnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir sigu niður í skipið og tóku yfir stjórn þess.Lögregla á leið með skipverja á lögreglustöð.Vísir/Anton BrinkSá þriðji handtekinn um kvöldið Um klukkan hálf níu í kvöld var þriðji maðurinn handtekinn um borð í skipinu þar sem það var á leið til landsins. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Mennirnir þrír sem handteknir voru eru allir grænlenskir og með réttarstöðu sakbornings. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu sagði rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Þeim var boðið að tjá sig um sakarefnið í skipinu en gerðu það ekki. Þeim verður úthlutað verjendur þegar þeir eru komnir í land.Má halda þeim í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld vegna komu Polar Nanoq.Vísir/Anton BrinkVildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Um hálftíma eftir að skipið lagðist við bryggju mátti sjá einn af sérsveitarmönnunum sem sigu niður í skipið úti á hafi um hádegisbilið í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þriðji skipverjinn handtekinn Einnig Grænlendingur líkt og hinir tveir sem höfðu verið handteknir. 18. janúar 2017 21:30
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33