Níðst á þeim, sem verst standa Björgvin Guðmundsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, sem var að fara frá, ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn. Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið. Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja. Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið benti á, að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau. Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið? En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr. nýja stjórnarsáttmálann. Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat. Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu var eitt allsherjarklúður.Hlaðið undir þá, sem hafa meira en nóg! Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum. Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það! En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri. Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44% hækkuðu laun þingmanna 13. október 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna. Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í tvær milljónir króna á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim, sem verst standa en hlaðið meira og meira undir hina, sem hafa nóg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, sem var að fara frá, ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn. Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið. Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja. Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið benti á, að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau. Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið? En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr. nýja stjórnarsáttmálann. Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat. Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu var eitt allsherjarklúður.Hlaðið undir þá, sem hafa meira en nóg! Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum. Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það! En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri. Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44% hækkuðu laun þingmanna 13. október 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna. Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í tvær milljónir króna á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim, sem verst standa en hlaðið meira og meira undir hina, sem hafa nóg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar