Töfluröð Pepsi-deildarinnar tilbúin: Risaleikir í lokaumferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 14:19 Íslandsmeistarar FH taka á móti Blikum í lokaumferðinni. Vísir/Vilhelm Pepsi-deild karla hefst í lok aprílmánaðar og nú er komið í ljós í hvaða umferðum liðin tólf mætast á komandi tímabili. Knattspyrnusambandið birti frétt í dag þar sem sagt er frá því að búið sé að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla. Íslandsmeistarar FH-inga hefja titilvörnina á Akranesi þegar þeir mæta ÍA og nýliðarnir fá krefjandi verkefni. KA heimsækir Breiðablik og Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Valur fær Víking frá Ólafsvík í fyrstu umferð, KR fær Víking R. í Frostaskjól og ÍBV byrjar heima gegn Fjölni. Það verða tveir stórleikir í lokaumferðinni en þá taka FH-ingar á móti Blikum og KR-ingar fá Stjörnuna í heimsókn. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi að þrjú skilyrði hafi verið gefin áður en dregið var. Í fyrsta lagi að KA fengi útileik í fyrstu tveimur umferðunum, að Íslandsmeistarar FH mæti ekki hinum liðunum sem taka þátt í Evrópukeppninni í ákveðnum umferðum í júlí og að Evrópuliðin fái ekki útileik gegn KA og ÍBV þegar þau spila sína Evrópuleiki. Íslenskur toppfótbolti, samtök félaga í efstu deild, kom með tillögur að þessum skilyrðum sem farið var eftir. En leikjum var ekki raðað sérstaklega niður með það í huga að fá stórleiki í síðustu umferðinni. „Það var ekkert inngrip um að fá ákveðna leiki í ákveðnar umferðir,“ sagði Birkir við Vísi. Gert er ráð fyrir að Pepsi-deild karla hefjist 30. apríl og að lokaumferðin verði leikin þann 30. september. Drög að leikdögum verður birt á næstu dögum. Fyrri leikur KR og FH fer fram á KR-vellinum í 5. umferðinni en sá síðari í Hafnarfirðinum í 16. umferðinni.Smelltu hérna til að sjá leikaröðina í Pepsi-deild karla 2017. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Pepsi-deild karla hefst í lok aprílmánaðar og nú er komið í ljós í hvaða umferðum liðin tólf mætast á komandi tímabili. Knattspyrnusambandið birti frétt í dag þar sem sagt er frá því að búið sé að draga í töfluröð í Pepsi-deild karla. Íslandsmeistarar FH-inga hefja titilvörnina á Akranesi þegar þeir mæta ÍA og nýliðarnir fá krefjandi verkefni. KA heimsækir Breiðablik og Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Valur fær Víking frá Ólafsvík í fyrstu umferð, KR fær Víking R. í Frostaskjól og ÍBV byrjar heima gegn Fjölni. Það verða tveir stórleikir í lokaumferðinni en þá taka FH-ingar á móti Blikum og KR-ingar fá Stjörnuna í heimsókn. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sagði í samtali við Vísi að þrjú skilyrði hafi verið gefin áður en dregið var. Í fyrsta lagi að KA fengi útileik í fyrstu tveimur umferðunum, að Íslandsmeistarar FH mæti ekki hinum liðunum sem taka þátt í Evrópukeppninni í ákveðnum umferðum í júlí og að Evrópuliðin fái ekki útileik gegn KA og ÍBV þegar þau spila sína Evrópuleiki. Íslenskur toppfótbolti, samtök félaga í efstu deild, kom með tillögur að þessum skilyrðum sem farið var eftir. En leikjum var ekki raðað sérstaklega niður með það í huga að fá stórleiki í síðustu umferðinni. „Það var ekkert inngrip um að fá ákveðna leiki í ákveðnar umferðir,“ sagði Birkir við Vísi. Gert er ráð fyrir að Pepsi-deild karla hefjist 30. apríl og að lokaumferðin verði leikin þann 30. september. Drög að leikdögum verður birt á næstu dögum. Fyrri leikur KR og FH fer fram á KR-vellinum í 5. umferðinni en sá síðari í Hafnarfirðinum í 16. umferðinni.Smelltu hérna til að sjá leikaröðina í Pepsi-deild karla 2017.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti