Selur verðlaunin fyrir þátttökugjaldi í Svíþjóðarrallinu Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 09:31 Louise Cook með FIA Production Car Cup verðlaunagripinn, sem hún vann fyrst kvenna. Árið 2012 vann breska rallkonan Louise Cook FIA Production Car Cup titilinn, fyrst kvenna. Hún er enn ákafur rallökumaður og hafði ætlað sér að taka þátt í Svíþjóðarrallinu sem hefst 9. febrúar. Á síðustu stundu brugðust kostendur hennar og var komið að því að greiða þátttökugjaldið og vantaði hana ríflega 1,1 milljón króna uppá. Hún dó þó ekki ráðalaus heldur setti verðlaunagripinn sem hún vann árið 2012 á uppboð á Ebay. Þessi titill og verðlaunagripur er einstakur því aldrei áður hefur kvenmaður unnið titil á vegum FIA. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Louise Cook selur verðlaunagripi sína til að fjármagna næstu keppnir, en það gerði hún einnig árið 2012 til að geta keppt í Nýja Sjálands-rallinu. Eins og er stendur hæsta boð í verðlaunagrip rallkonunnar áhugasömu í 1.240 breskum pundum, eða um 175.000 krónum og því enn langt í land hjá henni að fjármagna þátttökugjaldið í Svíþjóðarrallið. Aðdáendur hennar hafa reyndar einnig opnað stuðningsreikning til að fjármagna þátttökuna og annan reikning til að geta keypt aftur verðlaunin sem hún nú býður upp. Forvitnilegt verður að sjá hvernig þetta endar allt saman hjá Louise Cook og hvort hún nær að keppa í Svíþjóðarrallinu. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent
Árið 2012 vann breska rallkonan Louise Cook FIA Production Car Cup titilinn, fyrst kvenna. Hún er enn ákafur rallökumaður og hafði ætlað sér að taka þátt í Svíþjóðarrallinu sem hefst 9. febrúar. Á síðustu stundu brugðust kostendur hennar og var komið að því að greiða þátttökugjaldið og vantaði hana ríflega 1,1 milljón króna uppá. Hún dó þó ekki ráðalaus heldur setti verðlaunagripinn sem hún vann árið 2012 á uppboð á Ebay. Þessi titill og verðlaunagripur er einstakur því aldrei áður hefur kvenmaður unnið titil á vegum FIA. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Louise Cook selur verðlaunagripi sína til að fjármagna næstu keppnir, en það gerði hún einnig árið 2012 til að geta keppt í Nýja Sjálands-rallinu. Eins og er stendur hæsta boð í verðlaunagrip rallkonunnar áhugasömu í 1.240 breskum pundum, eða um 175.000 krónum og því enn langt í land hjá henni að fjármagna þátttökugjaldið í Svíþjóðarrallið. Aðdáendur hennar hafa reyndar einnig opnað stuðningsreikning til að fjármagna þátttökuna og annan reikning til að geta keypt aftur verðlaunin sem hún nú býður upp. Forvitnilegt verður að sjá hvernig þetta endar allt saman hjá Louise Cook og hvort hún nær að keppa í Svíþjóðarrallinu.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent