Átakaferlið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 07:00 Hátíðirnar með sínum samviskulausu huggulegheitum eru liðnar. Skyldunni til að njóta æðislega mikið og troða í sig lokið. Og maður er rétt búinn að bölva síðasta flugeldinum á þrettándanum þegar skellurinn kemur. Ljósaseríurnar farnar úr gluggunum og undarlegt eirðarleysi heltekur mann sem einkennist af ráfi á milli sófa og nammiskápsins. Náð í koll og athugað hvort það sé ekki eitthvað þarna á bak við. Vondu marsipan-molarnir frá Nóa píndir í sig. Þetta varð svo raunverulegt í gærkvöldi þar sem ég úðaði í mig lakkrískurli sem varð afgangs þegar ég bakaði lakkrístoppa á aðventunni. Um leið sat ég með visa-kortið í höndunum og borgaði fyrir átaksnámskeið á líkamsræktarstöð. Fíkill að taka síðasta skammtinn um leið og hann pantar innlögn á Vogi. Já. Tími rjómans og ljómans er liðinn og við tekur síðasti smókurinn og sykurfráhvörf. Strangur svipur og sjálfsagi. En engar áhyggjur. Það er talað um að það taki 21 dag að þróa nýjar venjur. Eftir fáeina daga í heilsuhýði rifjast upp gömul grein um að áramótaheit séu úrelt og maður eigi bara að reyna að vera betri manneskja alla daga ársins. Í hjartanu, sko. Nokkrum dögum síðar deilir einhver myndbandi á Facebook af hundrað ára dansandi konu sem hefur aldrei farið í ræktina og alltaf leyft sér allt og átt miklu hamingjuríkara líf en eineggja tvíburi hennar sem borðaði aldrei kjöt, reykti ekki og drakk ekki og hljóp sjö maraþon. Og er löngu dauð. Og eftir um það bil tvær vikur finnst okkur við hafa fundið tilgang lífsins og förum að skoða sumarbæklinga og skipuleggja sumarfrí með ástvinum. Ég spái því að þessu átakaástandi verði aflétt fyrir næstu mánaðamót eða svona um það bil á degi tuttugu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Hátíðirnar með sínum samviskulausu huggulegheitum eru liðnar. Skyldunni til að njóta æðislega mikið og troða í sig lokið. Og maður er rétt búinn að bölva síðasta flugeldinum á þrettándanum þegar skellurinn kemur. Ljósaseríurnar farnar úr gluggunum og undarlegt eirðarleysi heltekur mann sem einkennist af ráfi á milli sófa og nammiskápsins. Náð í koll og athugað hvort það sé ekki eitthvað þarna á bak við. Vondu marsipan-molarnir frá Nóa píndir í sig. Þetta varð svo raunverulegt í gærkvöldi þar sem ég úðaði í mig lakkrískurli sem varð afgangs þegar ég bakaði lakkrístoppa á aðventunni. Um leið sat ég með visa-kortið í höndunum og borgaði fyrir átaksnámskeið á líkamsræktarstöð. Fíkill að taka síðasta skammtinn um leið og hann pantar innlögn á Vogi. Já. Tími rjómans og ljómans er liðinn og við tekur síðasti smókurinn og sykurfráhvörf. Strangur svipur og sjálfsagi. En engar áhyggjur. Það er talað um að það taki 21 dag að þróa nýjar venjur. Eftir fáeina daga í heilsuhýði rifjast upp gömul grein um að áramótaheit séu úrelt og maður eigi bara að reyna að vera betri manneskja alla daga ársins. Í hjartanu, sko. Nokkrum dögum síðar deilir einhver myndbandi á Facebook af hundrað ára dansandi konu sem hefur aldrei farið í ræktina og alltaf leyft sér allt og átt miklu hamingjuríkara líf en eineggja tvíburi hennar sem borðaði aldrei kjöt, reykti ekki og drakk ekki og hljóp sjö maraþon. Og er löngu dauð. Og eftir um það bil tvær vikur finnst okkur við hafa fundið tilgang lífsins og förum að skoða sumarbæklinga og skipuleggja sumarfrí með ástvinum. Ég spái því að þessu átakaástandi verði aflétt fyrir næstu mánaðamót eða svona um það bil á degi tuttugu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun