Wal-Mart hefur sölu á bílum Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:48 Ein verslana Wal-Mart í Bandaríkjunum. Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent