Dísilbílabann í Osló Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 10:38 Mengun af völdum dísilbíla í Osló mældist yfir viðmiðunarmörkum vegna staðviðris. Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent
Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent