Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Rodrigo Duterte forseti ásamt Ronald dela Rosa lögreglustjóra á blaðamannafundi í Maníla í gær. vísir/epa Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. Þessi ákvörðun var tekin eftir að hópur lögreglumanna rændi suður-kóreskum kaupsýslumanni og myrti hann á lögreglustöð. Þessi hópur lögreglumanna hefur tekið þátt í herferð forsetans gegn fíkniefnum, sem felst í því að elta uppi fíkniefnasala og fíkniefnaneytendur og taka þá af lífi án dóms og laga. Frá því þessi herferð hófst í sumar hafa meira en sjö þúsund manns verið myrtir af lögreglunni. Það var eitt helsta loforð Dutertes í kosningabaráttunni á síðasta ári að taka af fullri hörku á fíkniefnavandanum, með því hreinlega að láta lögregluna drepa fólk af miskunnarleysi. Þessari stefnu hafði hann áður fylgt sem borgarstjóri í Davao árum saman. Duterte segir það óþægilegt að lögreglumennirnir hafi misnotað aðstöðu sína til að drepa kaupsýslumanninn frá Suður-Kóreu. Hins vegar ætli hann ótrauður að halda áfram herferðinni gegn fíkniefnum, strax og hreinsað hefur verið til í lögreglunni. „Við munum hreinsa til í okkar ranni,“ sagði Ronald dela Rosa lögreglustjóri við fjölmiðla í gær. „Eftir það getum við kannski haldið áfram stríði okkar gegn fíkniefnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. Þessi ákvörðun var tekin eftir að hópur lögreglumanna rændi suður-kóreskum kaupsýslumanni og myrti hann á lögreglustöð. Þessi hópur lögreglumanna hefur tekið þátt í herferð forsetans gegn fíkniefnum, sem felst í því að elta uppi fíkniefnasala og fíkniefnaneytendur og taka þá af lífi án dóms og laga. Frá því þessi herferð hófst í sumar hafa meira en sjö þúsund manns verið myrtir af lögreglunni. Það var eitt helsta loforð Dutertes í kosningabaráttunni á síðasta ári að taka af fullri hörku á fíkniefnavandanum, með því hreinlega að láta lögregluna drepa fólk af miskunnarleysi. Þessari stefnu hafði hann áður fylgt sem borgarstjóri í Davao árum saman. Duterte segir það óþægilegt að lögreglumennirnir hafi misnotað aðstöðu sína til að drepa kaupsýslumanninn frá Suður-Kóreu. Hins vegar ætli hann ótrauður að halda áfram herferðinni gegn fíkniefnum, strax og hreinsað hefur verið til í lögreglunni. „Við munum hreinsa til í okkar ranni,“ sagði Ronald dela Rosa lögreglustjóri við fjölmiðla í gær. „Eftir það getum við kannski haldið áfram stríði okkar gegn fíkniefnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira