Pólitískar jarðsprengjur auðlindanna Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Í dag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu.Framleiðni og nýting aðalatriði Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði innan allra þessara atvinnugreina. Í dag verður horft enn frekar fram á veginn því þrátt fyrir góðan árangur eiga auðlindagreinar á Íslandi sóknarfæri á mörgum sviðum. Náttúruauðlindir eru takmörkuð gæði. Þannig á stefna stjórnvalda að vera sú að hámarka þau verðmæti sem fæst fyrir þær með sjálfbærum hætti. Þetta var grundvallarmarkmiðið sem lagt var upp með í vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem byggði á grunni McKinsey-skýrslunnar sem kom út árið 2012. Um þetta markmið erum við líklega flest öll sammála. Við viljum skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði fyrir landið okkar og íbúa þess.Verðmætasköpun verði ofan á Það vill oft verða að umræða um auðlindagreinar á Íslandi breytist á örskotsstundu í pólitískt jarðsprengjusvæði. Eðlilegt er að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum málum enda er velgengni atvinnugreinanna stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina. Verra er þegar slíkur ágreiningur dregur úr þeirri framþróun sem nauðsynleg er, líkt og tilfellið hefur verið undanfarin misseri. Til marks um þetta er hægt að líta á framvindu þeirra umbótatillagna sem verkefnisstjórn Samráðsvettvangsins lagði fram árið 2013. Aðeins 7% tillagna sem lagðar voru fram til úrbóta á auðlindageiranum hafa verið innleiddar samanborið við 39% tillagna sem náðu til annarra greina. Meðal þessara tillagna voru gjaldtaka á ferðamannastöðum, arðbærari orkuframleiðsla og samræmd stjórnun auðlinda hjá hinu opinbera. Þau atriði sem deilt er um í dag eiga snúa yfirleitt að skiptingu þeirra verðmæta sem eru sköpuð frekar en þeim aðstæðum sem til staðar eru til að skapa þau. Brýnasta verkefni komandi ára er að láta slíkar deilur ekki standa í vegi fyrir frekari verðmætasköpun.Umfangið mikið en tækifærin meiri Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum Íslands og um 24% af landsframleiðslu. Utanaðkomandi aðstæður og góður árangur fyrirtækja hafa gert það að verkum að stöðugur vöxtur hefur verið á útflutningstekjum auðlindagreinanna undanfarin ár. En markvissar sóknaraðgerðir stjórnvalda hafa látið á sér standa. Hvernig náum við að knýja fram breytingar sem hvetja til framfara í geira þar sem það eina sem fólk virðist geta verið sammála um er að vera ósammála? Þetta er meðal þeirra spurninga við munum leita svara við á Viðskiptaþingi 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í dag fer Viðskiptaþing fram í 41. sinn. Þingið í ár er sérstakt fyrir margar sakir en Viðskiptaráð, sem áður hét Verzlunarráð, fagnar aldarafmæli á árinu.Framleiðni og nýting aðalatriði Yfirskrift þingsins í ár er „Börn náttúrunnar – framtíð auðlindagreina á Íslandi“ og verður þar sérstaklega fjallað um sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkugeirann. Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði innan allra þessara atvinnugreina. Í dag verður horft enn frekar fram á veginn því þrátt fyrir góðan árangur eiga auðlindagreinar á Íslandi sóknarfæri á mörgum sviðum. Náttúruauðlindir eru takmörkuð gæði. Þannig á stefna stjórnvalda að vera sú að hámarka þau verðmæti sem fæst fyrir þær með sjálfbærum hætti. Þetta var grundvallarmarkmiðið sem lagt var upp með í vinnu Samráðsvettvangs um aukna hagsæld sem byggði á grunni McKinsey-skýrslunnar sem kom út árið 2012. Um þetta markmið erum við líklega flest öll sammála. Við viljum skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði fyrir landið okkar og íbúa þess.Verðmætasköpun verði ofan á Það vill oft verða að umræða um auðlindagreinar á Íslandi breytist á örskotsstundu í pólitískt jarðsprengjusvæði. Eðlilegt er að fólk hafi sterkar skoðanir á þessum málum enda er velgengni atvinnugreinanna stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina. Verra er þegar slíkur ágreiningur dregur úr þeirri framþróun sem nauðsynleg er, líkt og tilfellið hefur verið undanfarin misseri. Til marks um þetta er hægt að líta á framvindu þeirra umbótatillagna sem verkefnisstjórn Samráðsvettvangsins lagði fram árið 2013. Aðeins 7% tillagna sem lagðar voru fram til úrbóta á auðlindageiranum hafa verið innleiddar samanborið við 39% tillagna sem náðu til annarra greina. Meðal þessara tillagna voru gjaldtaka á ferðamannastöðum, arðbærari orkuframleiðsla og samræmd stjórnun auðlinda hjá hinu opinbera. Þau atriði sem deilt er um í dag eiga snúa yfirleitt að skiptingu þeirra verðmæta sem eru sköpuð frekar en þeim aðstæðum sem til staðar eru til að skapa þau. Brýnasta verkefni komandi ára er að láta slíkar deilur ekki standa í vegi fyrir frekari verðmætasköpun.Umfangið mikið en tækifærin meiri Auðlindageirinn stendur undir 75% af útflutningstekjum Íslands og um 24% af landsframleiðslu. Utanaðkomandi aðstæður og góður árangur fyrirtækja hafa gert það að verkum að stöðugur vöxtur hefur verið á útflutningstekjum auðlindagreinanna undanfarin ár. En markvissar sóknaraðgerðir stjórnvalda hafa látið á sér standa. Hvernig náum við að knýja fram breytingar sem hvetja til framfara í geira þar sem það eina sem fólk virðist geta verið sammála um er að vera ósammála? Þetta er meðal þeirra spurninga við munum leita svara við á Viðskiptaþingi 2017.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun