Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 19:15 Gunnar Nelson. vísir/getty Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“ MMA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“
MMA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira