Ricardo Tisci yfirgefur Givenchy Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Mikill missir fyrir Givenchy. Mynd/Getty Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour Borðaðu sumartískuna 2016 Glamour Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour Glamour eftirlæti: Retro Stefson gefa út lagið Malaika Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Allt sem þú vissir ekki um Love Actually Glamour
Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour Ástfangin á fremsta bekk Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour Borðaðu sumartískuna 2016 Glamour Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour Glamour eftirlæti: Retro Stefson gefa út lagið Malaika Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Allt sem þú vissir ekki um Love Actually Glamour