ISAVIA segir þjónustu ekki skerta á Vestmannaeyjaflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2017 12:46 Vestmannaeyjaflugvöllur. Vísir/Óskar Friðriksson Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugvallasviðs hjá ISAVIA segir þjónustu á Vestmannaeyjaflugvelli ekki verða skerta þótt félagið hafi ákveðið að segja upp tveimur af fimm starfsmönnum flugvallarins í Eyjum. Bæjarstjórinn krefst þess að þingmenn kjördæmisins blandi sér í málið. ISAVIA hefur haft fimm starfsmenn á Vestmannaeyjaflugvelli sem allir eru þjálfaðir til að sjá um flugleiðsögu, hreinsun flugbrauta og önnur verk sem tilheyra rekstri flugvallarins. Nú hefur tveimur af þessum fimm starfsmönnum verið sagt upp störfum og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja í Fréttablaðinu í dag að augljóslega sé verið að skerða þjónustu við íbúa bæjarins. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs ISAVIA segir svo ekki vera. Verið sé að bregðast við fækkun farþega sem fari um flugvöllinn en þeim hafi fækkað mikið. „Mjög skarpt þegar Landeyjahöfn var byggð. Þannig að við erum raunverulega að flytja þjónustustigið á Vestmannaeyjaflugvelli yfir á svipað þjónustustig og er á öðrum flugvöllum. Eins og á Hornafirði og Húsavík þar sem sambærilegur farþegafjöldi er að fara um völlinn,“ segir Jón Karl.Vestmannaeyjaflugvöllur.Vísir/Óskar FriðrikssonFarþegum hafi fækkað frá árinu 2010 úr um 55 þúsund í nítján þúsund í fyrra. Jón Karl segir alltaf leiðinlegt að grípa til uppsagna en þeir þrír starfsmenn sem eftir verði hafi þjálfun til að sinna öllum nauðsynlegum störfum á flugvellinum.Bæjarstjóri Vestmannaeyja gefur í skyn að með þessu sé verið að minnka þjónustuna á Vestmannaeyjaflugvelli. Getur þú tekið undir það?„Nei, sem betur fer er það nú ekki. Því opnunartíminn verður nákvæmlega sá sami og það á að vera alveg sama þjónusta á flugvellinum. Við erum að breyta aðeins vaktafyrirkomulagi og fækka mönnum á vakt hverju sinni. En völlurinn er opinn. Eins og ég sagði áðan þá er þetta sambærileg þjónusta og er á sambærilegum flugvöllum,“ segir Jón Karl. Elliði bæjarstjóri segir í Fréttablaðinu í dag að hann ætlist til að þingmenn kjördæmisins „vindi ofan af þeirri ógn sem fólgin sé ím ákvörðun ISAVIA eigi síðar en strax.“ Jón Karl segir ISAVIA hafa verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ því félagið vilji sjá Vestmannaeyjaflugvöll vaxa og dafna á ný. „Við viljum gjarnan auka samstarfið við bæði bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að reyna að ná til baka farþegum. Þannig að við getum aftur farið að sjá aukningu á flugi inn til Vestmannaeyja.“Þannig að þau flugfélög sem eru nú þegar að fljúga til Vestmannaeyja verða ekki fyrir þjónustuskerðingu?„Það á ekki að verða, nei. Þeir vita af þessum breytingum. Þetta er gert í samstarfi við þá. En þessi aðgerð er alltaf jafn erfið og leiðinleg þegar þarf að grípa til svona aðgerða hvar sem er,“ segir Jón Karl Ólafsson.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 15. febrúar 2017 07:00