Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 12:30 Það er búið að vera mikið að gera hjá Bellu á tískuvikunni í New York. Mynd/Getty Þrátt fyrir að Bella Hadid sé á toppi ferilsins um þessar mundir þá er ljóst að hún leyfir sér ekki að gleyma hversu hart hún hefur unnið að velgengninni og hversu mikil forréttindi hún hefur. Hún viðurkenndi í samtali við Fashionista að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði á tveimur sýningum á tískuvikunni í New York. Sú fyrsta var þegar hún gekk fyrir Prabal Gurung. Þar gengu fyrirsæturnar niður tískupallinn í stuttermabolum með kröftugum feminískum skilaboðum. Hún segir að í loksýningarinnar hafi allir áhorfendurnir byrjað að tárast enda um einstaklega öfluga sýningu að ræða með sterkum skilaboðum. Þegar Bella gekk svo fyrir Oscar De La Renta, sem er eitt virtasta tískuhús heims, hafi hún verið einstaklega þakklát fyrir það tækifæri sem hún hafi fengið. Sýninguna sagði hún hafa verið eina af hápunktum ferilsins. Hún brast í grát bæði þegar hún fékk að vita að hún fengi að loka sýningunni og eftir sýninguna. Það er greinilegt að Bella heldur sig niðri á jörðinni þrátt fyrir allt sem hefur gengið á í lífi hennar seinasta árið. Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour Fetar í fótspor stóru systur Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour Kardashian klanið í stíl á fremsta bekk Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Danssýning á tískupallinum Glamour Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour
Þrátt fyrir að Bella Hadid sé á toppi ferilsins um þessar mundir þá er ljóst að hún leyfir sér ekki að gleyma hversu hart hún hefur unnið að velgengninni og hversu mikil forréttindi hún hefur. Hún viðurkenndi í samtali við Fashionista að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði á tveimur sýningum á tískuvikunni í New York. Sú fyrsta var þegar hún gekk fyrir Prabal Gurung. Þar gengu fyrirsæturnar niður tískupallinn í stuttermabolum með kröftugum feminískum skilaboðum. Hún segir að í loksýningarinnar hafi allir áhorfendurnir byrjað að tárast enda um einstaklega öfluga sýningu að ræða með sterkum skilaboðum. Þegar Bella gekk svo fyrir Oscar De La Renta, sem er eitt virtasta tískuhús heims, hafi hún verið einstaklega þakklát fyrir það tækifæri sem hún hafi fengið. Sýninguna sagði hún hafa verið eina af hápunktum ferilsins. Hún brast í grát bæði þegar hún fékk að vita að hún fengi að loka sýningunni og eftir sýninguna. Það er greinilegt að Bella heldur sig niðri á jörðinni þrátt fyrir allt sem hefur gengið á í lífi hennar seinasta árið.
Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour Fetar í fótspor stóru systur Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour Kardashian klanið í stíl á fremsta bekk Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Danssýning á tískupallinum Glamour Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour