Byrjar aftur með látum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Kveður Wenger enn eina ferðina í 16 liða úrslitum? vísir/getty Meistaradeild Evrópu í fótbolta læðist nú aftan að sparkáhugamönnum en það gerir hún með látum. Sextán liða úrslitin fara af stað í kvöld en tvær stærstu viðureignir fyrstu umferðar útsláttarkeppninnar eru báðar í þessari viku. Í kvöld eigast við Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Spánarmeistarar Barcelona en bæði lið eru í miklu stuði heima fyrir og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Annað kvöld fær Arsenal svo Bayern München í heimsókn í fyrri leik liðanna. Enn eina ferðina þarf Arsenal að kljást við einn af risum Evrópu strax í fyrstu umferð en sex ár eru síðan liðið komst lengra en í 16 liða úrslit.Meistarar í öðru sæti Stemningin í París er mikil fyrir stórleik PSG og Barcelona en þjálfari liðsins, Unai Emery, hefur talað mikið um leikinn á síðustu blaðamannafundum. Emery gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum síðustu þrjú ár en hefur sjálfur viðurkennt að viðureign eins og þessi, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti einu allra stærsta liði heims, sé einmitt ástæðan fyrir því að hann tók við starfinu hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið eru sjóðheit heima fyrir. PSG er búið að vinna ellefu af síðustu tólf leikjum og er enn á lífi í báðum bikarkeppnunum í Frakklandi. Lærisveinar Emery nálgast toppsætið óðfluga en þeir eru nú aðeins þremur stigum á eftir Monaco þegar nóg er eftir af deildinni og er liðið mjög líklegt til að vinna titilinn fimmta árið í röð. Barcelona er einnig í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar þar sem Real Madrid er í kjörstöðu á toppnum. Börsungar eru komnir í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og eru búnir að vinna átta af síðustu ellefu leikjum og ekki tapa einum einasta. Þessi lið mættust síðast í útsláttarkeppninni fyrir tveimur árum, þá í átta liða úrslitum. Þar hafði Barcelona betur, nokkuð auðveldlega, 5-1, eftir 3-1 sigur í París og 2-0 sigur á heimavelli. Neymar skoraði þrjú af fimm mörkum Barcelona í einvíginu en hann hefur ekki verið með markaskóna reimaða fasta á þessari leiktíð. Thiago Silva, miðvörður og fyrirliði PSG, sneri aftur eftir meiðsli um helgina og ætti að byrja leikinn sem eru góðar fréttir fyrir PSG.Sjö ár í röð hjá Skyttunum? Það verður seint sagt að Arsenal hafi verið heppið með drátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin ár. Það er búið að falla úr keppni á þessu stigi keppninnar sex ár í röð en í fjögur af þessum sex skiptum hefur liðið annaðhvort mætt stórveldunum Barcelona eða Bayern München. Nú er það Bayern í þriðja sinn á síðustu sjö árum. Það þýðir þó lítið að gráta það enda þurfa allir að vinna þá bestu til að fagna sigri í Meistaradeildinni. Arsenal tapaði líka fyrir Monaco fyrir tveimur árum þegar það átti að vera stóra liðið og þá töpuðu skyttur Wengers fyrir AC Milan fyrir fimm árum. Þar tapaði Arsenal fyrri leiknum 4-0 en var ekki langt frá því að koma til baka á Emirates-vellinum þar sem það vann leikinn, 3-0. Það var ekki nóg.Alltaf með en enginn árangur Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal í 21 ár og nú komið liðinu í Meistaradeildina 19 sinnum í röð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir það og margir stuðningsmenn Lundúnaliðsins verja hann einmitt vegna þess að liðið er fastagestur í Meistaradeildinni sem er djúpur tekjubrunnur. Árangur Wengers í Meistaradeildinni er lítill sem enginn. Liðið hefur ekki komist upp úr 16 liða úrslitunum sex ár í röð og ekki komist í undanúrslit síðan 2009 þegar það tapaði fyrir Manchester United, 4-1 samanlagt. Það er aðeins í annað af tveimur skiptum sem Arsenal komst í undanúrslit. Í hitt skiptið unnu skytturnar og fóru alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Arsene Wenger hefur aldrei á ferli sínum unnið Evróputitil og leiðin verður ströng að þessu sinni. Það væri bara ágætis byrjun fyrir Frakkann að koma sínum mönnum í átta liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Meistaradeild Evrópu í fótbolta læðist nú aftan að sparkáhugamönnum en það gerir hún með látum. Sextán liða úrslitin fara af stað í kvöld en tvær stærstu viðureignir fyrstu umferðar útsláttarkeppninnar eru báðar í þessari viku. Í kvöld eigast við Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Spánarmeistarar Barcelona en bæði lið eru í miklu stuði heima fyrir og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Annað kvöld fær Arsenal svo Bayern München í heimsókn í fyrri leik liðanna. Enn eina ferðina þarf Arsenal að kljást við einn af risum Evrópu strax í fyrstu umferð en sex ár eru síðan liðið komst lengra en í 16 liða úrslit.Meistarar í öðru sæti Stemningin í París er mikil fyrir stórleik PSG og Barcelona en þjálfari liðsins, Unai Emery, hefur talað mikið um leikinn á síðustu blaðamannafundum. Emery gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum síðustu þrjú ár en hefur sjálfur viðurkennt að viðureign eins og þessi, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti einu allra stærsta liði heims, sé einmitt ástæðan fyrir því að hann tók við starfinu hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið eru sjóðheit heima fyrir. PSG er búið að vinna ellefu af síðustu tólf leikjum og er enn á lífi í báðum bikarkeppnunum í Frakklandi. Lærisveinar Emery nálgast toppsætið óðfluga en þeir eru nú aðeins þremur stigum á eftir Monaco þegar nóg er eftir af deildinni og er liðið mjög líklegt til að vinna titilinn fimmta árið í röð. Barcelona er einnig í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar þar sem Real Madrid er í kjörstöðu á toppnum. Börsungar eru komnir í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og eru búnir að vinna átta af síðustu ellefu leikjum og ekki tapa einum einasta. Þessi lið mættust síðast í útsláttarkeppninni fyrir tveimur árum, þá í átta liða úrslitum. Þar hafði Barcelona betur, nokkuð auðveldlega, 5-1, eftir 3-1 sigur í París og 2-0 sigur á heimavelli. Neymar skoraði þrjú af fimm mörkum Barcelona í einvíginu en hann hefur ekki verið með markaskóna reimaða fasta á þessari leiktíð. Thiago Silva, miðvörður og fyrirliði PSG, sneri aftur eftir meiðsli um helgina og ætti að byrja leikinn sem eru góðar fréttir fyrir PSG.Sjö ár í röð hjá Skyttunum? Það verður seint sagt að Arsenal hafi verið heppið með drátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin ár. Það er búið að falla úr keppni á þessu stigi keppninnar sex ár í röð en í fjögur af þessum sex skiptum hefur liðið annaðhvort mætt stórveldunum Barcelona eða Bayern München. Nú er það Bayern í þriðja sinn á síðustu sjö árum. Það þýðir þó lítið að gráta það enda þurfa allir að vinna þá bestu til að fagna sigri í Meistaradeildinni. Arsenal tapaði líka fyrir Monaco fyrir tveimur árum þegar það átti að vera stóra liðið og þá töpuðu skyttur Wengers fyrir AC Milan fyrir fimm árum. Þar tapaði Arsenal fyrri leiknum 4-0 en var ekki langt frá því að koma til baka á Emirates-vellinum þar sem það vann leikinn, 3-0. Það var ekki nóg.Alltaf með en enginn árangur Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal í 21 ár og nú komið liðinu í Meistaradeildina 19 sinnum í röð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir það og margir stuðningsmenn Lundúnaliðsins verja hann einmitt vegna þess að liðið er fastagestur í Meistaradeildinni sem er djúpur tekjubrunnur. Árangur Wengers í Meistaradeildinni er lítill sem enginn. Liðið hefur ekki komist upp úr 16 liða úrslitunum sex ár í röð og ekki komist í undanúrslit síðan 2009 þegar það tapaði fyrir Manchester United, 4-1 samanlagt. Það er aðeins í annað af tveimur skiptum sem Arsenal komst í undanúrslit. Í hitt skiptið unnu skytturnar og fóru alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Arsene Wenger hefur aldrei á ferli sínum unnið Evróputitil og leiðin verður ströng að þessu sinni. Það væri bara ágætis byrjun fyrir Frakkann að koma sínum mönnum í átta liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira