Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar Nelson vann Albert Tumenov síðast í maí í fyrra. vísir/getty Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans. MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttamaður Íslands, er sagður kominn á UFC Fight Night 107-kortið í Lundúnum sem fram fer 18. mars. Hann á að berjast við Bandaríkjamanninn Alan Jouban. Þessu er haldið fram á sænsku bardagaíþróttafréttasíðunni MMANytt.se. Þar segir að bardagi Gunnars og Jouban verði annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins en hinn aðalbaraginn verður viðureign Jimi Manuwa og Corey Anderson. Gunnar átti að berjast síðast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. Hann er nú allur að koma til og sagði í viðtali við íþróttadeild í síðustu viku að hann gerði sér vonir um að komast á bardagakvöldið í Lundúnum. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl. Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax,“ sagði Gunnar en nú virðist sem svo að hann snúi aftur í búrið.Alan Jouban er reynslubolti.vísir/afp35 ára reynslubolti Síðast barðist Gunnar Nelson í maí í fyrra á móti Rússanum Albert Tumenov sem hann vann örugglega með hengingartaki í annarri lotu. Það var eini bardagi hans á árinu 2016 en upphaflega stefndi Gunnar á að berjast þrisvar til fjórum sinnum á síðasta ári. Þrátt fyrir að hafa ekki stígið í búrið í tæpt ár heldur Gunnar áfram að klífa styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC en hann er kominn upp í níunda sætið í veltivigtinni sem er hans besta staða frá upphafi. Alan Jouban er 35 ára gamall bardagaíþróttamaður frá Bandaríkjunum sem kennir sig við Muay Thai-bardagalistina. Sem atvinnumaður hefur hann unnið fimmtán bardaga og tapað fjórum en síðan hann kom inn í UFC árið 2014 hefur hann unnið fimm bardaga og tapað tveimur. Hann er ósigraður í síðustu þremur bardögum en síðustu tvo vann hann á dómaraúrskurði. Gunnar vildi ólmur berjast næst á móti manni sem er topp 15 á styrkleikalistanum eins og hann sjálfur, helst einum af þeim tíu bestu eins og Dong sem er í sjöunda sæti listans.
MMA Tengdar fréttir Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Ég hef verið að berjast of lítið Gunnar Nelson er orðinn heill heilsu og vonast eftir því að komast inn í búrið hjá UFC fljótlega. Hann hefur aðeins barist þrisvar á síðustu tveimur árum. 7. febrúar 2017 06:00