Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, býr sig undir að lyfta Coca Cola-bikarnum sem liðið vann annað árið í röð. vísir/andri marinó Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira