Tölum saman Pálmar Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2017 00:00 Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að byrja að tala við ókunnuga. Frá því að ég var 17 ára hef ég meðvitað talað við þúsundir ókunnugra. Það líður í raun ekki sá dagur að ég tali ekki við ókunnuga manneskju. Ég tala við ókunnuga í sundlaugum, biðröðum, ræktinni og verslunum. Ég geng jafnvel svo langt að tala við ókunnuga á miðri bíómynd. Ég: Hey, hvernig finnst þér myndin? Hún: Uhh... fín? Síðasta dæmið er að sjálfsögðu grín, við viljum aldrei vera uppáþrengjandi. Ákvörðunin hefur veitt mér ómetanlega reynslu og gert líf mitt skemmtilegra. Um leið hefur hún vonandi lífgað upp á daginn hjá þeim sem ég rekst á. Flestum þykir nefnilega gaman að ræða saman. Við getum gefið fólki margt. Glatt eldra fólkið sem við hittum í sundi og fólkið sem situr eitt í skólanum. Við getum líka lífgað upp á daginn hjá þeim þúsundum sem starfa í þjónustustörfum. Úti í sjoppu getur dugað að spyrja um pylsu og vatnsglas. En það getur líka verið gaman að spyrja um pylsu, vatnsglas og hvernig manneskjan hafi það. Við kennum börnum að tala ekki við ókunnuga og það er góð og gild ástæða fyrir því. En þegar við verðum eldri getur verið gott að snúa hugarfarinu við og einmitt leggja áherslu á að tala við ókunnuga. Það er aldrei að vita nema einhver hluti af þessu fólki sem við rekumst á þurfi virkilega mikið á brosi og samræðum að halda. Munið bara gullnu regluna. Ef fólk langar ekki að spjalla þá ber að stöðva samstundis. Það er stór munur á samræðum og einræðum. Svo mega þeir sem ætla að vera óviðeigandi vera heima hjá sér. Gefum af okkur, brosum og spjöllum. Við erum nefnilega öll ókunnug þar til við tölum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu var að byrja að tala við ókunnuga. Frá því að ég var 17 ára hef ég meðvitað talað við þúsundir ókunnugra. Það líður í raun ekki sá dagur að ég tali ekki við ókunnuga manneskju. Ég tala við ókunnuga í sundlaugum, biðröðum, ræktinni og verslunum. Ég geng jafnvel svo langt að tala við ókunnuga á miðri bíómynd. Ég: Hey, hvernig finnst þér myndin? Hún: Uhh... fín? Síðasta dæmið er að sjálfsögðu grín, við viljum aldrei vera uppáþrengjandi. Ákvörðunin hefur veitt mér ómetanlega reynslu og gert líf mitt skemmtilegra. Um leið hefur hún vonandi lífgað upp á daginn hjá þeim sem ég rekst á. Flestum þykir nefnilega gaman að ræða saman. Við getum gefið fólki margt. Glatt eldra fólkið sem við hittum í sundi og fólkið sem situr eitt í skólanum. Við getum líka lífgað upp á daginn hjá þeim þúsundum sem starfa í þjónustustörfum. Úti í sjoppu getur dugað að spyrja um pylsu og vatnsglas. En það getur líka verið gaman að spyrja um pylsu, vatnsglas og hvernig manneskjan hafi það. Við kennum börnum að tala ekki við ókunnuga og það er góð og gild ástæða fyrir því. En þegar við verðum eldri getur verið gott að snúa hugarfarinu við og einmitt leggja áherslu á að tala við ókunnuga. Það er aldrei að vita nema einhver hluti af þessu fólki sem við rekumst á þurfi virkilega mikið á brosi og samræðum að halda. Munið bara gullnu regluna. Ef fólk langar ekki að spjalla þá ber að stöðva samstundis. Það er stór munur á samræðum og einræðum. Svo mega þeir sem ætla að vera óviðeigandi vera heima hjá sér. Gefum af okkur, brosum og spjöllum. Við erum nefnilega öll ókunnug þar til við tölum saman.