Hvar er fíni rassinn á Rondu eiginlega? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 14:00 Lewis og Browne fyrir bardaga þeirra um helgina. vísir/getty Derrick Lewis rotaði kærasta Rondu Rousey, Travis Browne, um helgina með stæl og sparaði ekki stóru orðin í kjölfarið. Lewis var á persónulega nótunum og rifjaði upp umræður um meint heimilisofbeldi Browne og spurði svo eftir kærustunni hans. „Ég vissi að ég væri með stærra hjarta en hann. Hann kallar sig mann en er samt fyrir að lemja konur. Gleymið þessum gaur. Ég er með miklu stærra hjarta en hann. Hvar er fíni rassinn á Rondu eiginlega,“ sagði Lewis í viðtalinu í búrinu en UFC kunni ekki að meta þessi ummæli um Rondu og klippti þau út síðar en lítið var hægt að gera við þessu í beinni útsendingu. Heimilisofbeldismálið sem Lewis var að vitna til er frá sumrinu 2015 er fyrrverandi eiginkona Browne, Jenna Webb, setti mynd af sér á Instagram þar sem hún var öll marin og blá. Sagði hún að meiðslin væru eftir barsmíðar frá Browne. Browne neitaði öllum ásökunum og Webb kærði aldrei. Browne var settur í bann hjá UFC meðan málið var í gangi en fékk að keppa aftur er í ljós kom að ekki yrði kært í málinu. Lewis er núna búinn að vinna sex bardaga í röð og þar af hefur hann barist tvisvar á síðustu tveim mánuðum. Hann er þreyttur eftir bardagana og allt kynlífið sem hann er að stunda og ætlar í frí. „Ég verð að hvíla mig núna. Ég vil ekki heyra minnst á bardaga í þrjá mánuði. Eftir allar þessar æfingar og allt kynlífið sem ég hef verið að stunda er kominn tími á að líkaminn fái að hvíla sig.“ MMA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Derrick Lewis rotaði kærasta Rondu Rousey, Travis Browne, um helgina með stæl og sparaði ekki stóru orðin í kjölfarið. Lewis var á persónulega nótunum og rifjaði upp umræður um meint heimilisofbeldi Browne og spurði svo eftir kærustunni hans. „Ég vissi að ég væri með stærra hjarta en hann. Hann kallar sig mann en er samt fyrir að lemja konur. Gleymið þessum gaur. Ég er með miklu stærra hjarta en hann. Hvar er fíni rassinn á Rondu eiginlega,“ sagði Lewis í viðtalinu í búrinu en UFC kunni ekki að meta þessi ummæli um Rondu og klippti þau út síðar en lítið var hægt að gera við þessu í beinni útsendingu. Heimilisofbeldismálið sem Lewis var að vitna til er frá sumrinu 2015 er fyrrverandi eiginkona Browne, Jenna Webb, setti mynd af sér á Instagram þar sem hún var öll marin og blá. Sagði hún að meiðslin væru eftir barsmíðar frá Browne. Browne neitaði öllum ásökunum og Webb kærði aldrei. Browne var settur í bann hjá UFC meðan málið var í gangi en fékk að keppa aftur er í ljós kom að ekki yrði kært í málinu. Lewis er núna búinn að vinna sex bardaga í röð og þar af hefur hann barist tvisvar á síðustu tveim mánuðum. Hann er þreyttur eftir bardagana og allt kynlífið sem hann er að stunda og ætlar í frí. „Ég verð að hvíla mig núna. Ég vil ekki heyra minnst á bardaga í þrjá mánuði. Eftir allar þessar æfingar og allt kynlífið sem ég hef verið að stunda er kominn tími á að líkaminn fái að hvíla sig.“
MMA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira