Elextra er 2,3 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 12:56 Þetta er eina myndin sem Elextra hefur birt af nýjum bíl sínum. Gestir í Genf fá að berja hann augum Þeim fjölgar stöðugt rafmagnsbílaframleiðendunum sem velgja vilja Tesla undir uggum hvað getu bíla þeirra varðar. Einn þeirra er Elextra sem er í eigu danska frumkvöðulsins Poul Sohl og svissneska hönnuðarins Robert Palm. Þeir ætla að sýna þennan Elextra bíl sinn á bílasýningunni í Genf sem hefst fljótlega í næsta mánuði. Þarna fer enginn aumingi því hann er fær um að komast á 100 km hraða á litlum 2,3 sekúndum. Þar er hann lítill eftirbátur Tesla Model S P100D sem samkvæmt mælingum MotorTrend Magazine tekur sprettinn í 60 mílur á 2,28 sekúndum. Rétt er að hafa í huga að 100 km hraði er 62 mílna hraði. Fleiri og fleiri rafmagnsbílar gera nú mörgum ofurbílnum með brunavélar mikla skömm hvað upptöku varðar. Góð dæmi um það er að Audi R8 Plus er 3,2 sekúndur í hundraðið og McLaren P1 ofurbíllinn er 2,5 sekúndur. Markmiðið með smíði Elextra, að sögn Poul Sohl, er að sameina fagrar línur sem minna á ítalska sportbíla fortíðarinnar, en þó með framúrstefnulegri hönnun og gríðarlegu afli og akstursgetu. Elextra er smíðaður í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi en teiknaður í Sviss. Stefnan hjá Elextra í fyrstu er að smíða 100 svona bíla og þeir hvetja áhugasama kaupendur að hafa samband og kynnast bílum þeirra. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent
Þeim fjölgar stöðugt rafmagnsbílaframleiðendunum sem velgja vilja Tesla undir uggum hvað getu bíla þeirra varðar. Einn þeirra er Elextra sem er í eigu danska frumkvöðulsins Poul Sohl og svissneska hönnuðarins Robert Palm. Þeir ætla að sýna þennan Elextra bíl sinn á bílasýningunni í Genf sem hefst fljótlega í næsta mánuði. Þarna fer enginn aumingi því hann er fær um að komast á 100 km hraða á litlum 2,3 sekúndum. Þar er hann lítill eftirbátur Tesla Model S P100D sem samkvæmt mælingum MotorTrend Magazine tekur sprettinn í 60 mílur á 2,28 sekúndum. Rétt er að hafa í huga að 100 km hraði er 62 mílna hraði. Fleiri og fleiri rafmagnsbílar gera nú mörgum ofurbílnum með brunavélar mikla skömm hvað upptöku varðar. Góð dæmi um það er að Audi R8 Plus er 3,2 sekúndur í hundraðið og McLaren P1 ofurbíllinn er 2,5 sekúndur. Markmiðið með smíði Elextra, að sögn Poul Sohl, er að sameina fagrar línur sem minna á ítalska sportbíla fortíðarinnar, en þó með framúrstefnulegri hönnun og gríðarlegu afli og akstursgetu. Elextra er smíðaður í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi en teiknaður í Sviss. Stefnan hjá Elextra í fyrstu er að smíða 100 svona bíla og þeir hvetja áhugasama kaupendur að hafa samband og kynnast bílum þeirra.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent